Drukknaði Houston í baðkarinu?

Whitney Houston á Grammy-hátíðinni árið 2000.
Whitney Houston á Grammy-hátíðinni árið 2000. Reuters

Söngkonan Whitney Houston gæti hafa drukknað í baðkarinu á hótelherberginu þar sem hún fannst, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestra. Þegar komið var að söngkonunni í gær þótti dánarorsök ekki augljós við fyrstu sýn og ekkert sem benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað.

Bandaríska fréttaveitan TMZ segir að lyf hafi fundist í hótelherbergi Houston og „mörg pilluglös“. Engar vísbendingar eru um að hún hafi verið að drekka áfengi áður en hún lést.

Þegar bráðaliðar komu á vettvang í gær var þegar búið að færa lík Houston úr baðkarinu og því mun aðeins krufning leiða í ljós hvort söngkonan tók of stóran skammt lyfja, drukknaði eða lést af öðrum orsökum.

Whitney Houston átti mikilli velgengi að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hún á eina dóttur, Bobbi Kristinu, sem er 18 ára gömul.

mbl.is