Fjölskylda Houston miður sín

Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston segist miður sín yfir þeim harmleik sem fráfall hennar sé. Houston fannst látin í baðkari á hótelherbergi í gær. Hún var 48 ára.

„Við erum eyðilögð yfir dauða okkar ástkæru Whitney,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu söngkonunnar. „Við þökkum öllum þeim aðdáendum og vinum sem hafa sýnt okkur stuðning og sent okkur kveðjur.“

Móðir Houston, Cissy, er sögð hafa talað við poppsöngkonuna stuttu áður en hún lést.

Lyfseðilsskyld lyf fundust á hótelherberginu en Houston hefur í mörg ár glímt við lyfjafíkn.

mbl.is