Fólk víða að minnist Houston

Lát bandarísku söngkonunnar Whitney Houston virðist hafa komið sem reiðarslag yfir fólk víðs vegar um heim. Eins og í hinum vestræna heimi minnist fólk í Asíu og Ástralíu söngkonunnar með trega.

Meðal þeirra er taívanski söngvarinn Lin Yu-chun sem minntist Houston með eigin útgáfu af hennar þekktasta lagi, I will always love you. „Ég óskaði mér þess að ég myndi sjá hana í eigin persónu einn dag og syngja þetta lag með henni. Nú mun þessi ósk mín aldrei rætast.“

Nicky Pasha frá Ástralíu var einnig sleginn yfir fréttunum. „Þetta er algjörlega ótrúlegt. Skelfilegar fréttir,“ sagði Pasha og minntist Houston í kvikmyndinni Lífverðinum (e. The Body Guard) þar sem hún lék á móti bandaríska leikaranum Kevin Costner.

mbl.is