Dánardómstjórinn í Los Angeles segir ekkert benda til þess að andlát Whitney Houston hafi borið að með saknæmum hætti. Við krufningu hafi engir áverkar fundist á líkama hennar og því ástæðulaust að telja að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað.
Ekki verður hægt að ákvarða dánarorsök fyrr en niðurstöður hafa borist úr eiturefnarannsókn. Dánardómstjórinn segist ekki ætla að greina nánar frá niðurstöðum krufningarinnar, sem var gerð í gær að ósk lögreglunnar sem rannsakar dauða Houston.