Söngkonunnar Whitney Houston var minnst á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær með bænum og söng en hún lést í gær sem kunnugt er.
Meðal annars tók söngkonan Jennifer Hudson lagið „I will always love you“ sem Houston var einna þekktust fyrir og lauk því með orðunum: „Við munum alltaf elska þig Whitney.“