Friðrik J.: Fundað um makríl í dag

Friðrik J. Arrrngrímsson
Friðrik J. Arrrngrímsson

Í dag funda Ísland, Fær­eyj­ar, Nor­eg­ur, ESB og Rúss­land um stjórn mak­ríl­veiða í Norðaust­ur-Atlants­hafi og skipt­ingu hlut­ar þeirra á milli, seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, frkv­stj. LÍÚ, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir hann m.a. að göng­ur mak­ríls í ís­lensku efna­hagslög­sög­una hafi auk­ist veru­lega á seinni­hluta síðasta ára­tug­ar og skipti mak­ríll­inn æ meira máli fyr­ir efna­hag Íslend­inga.

„Á síðasta ári var mak­ríll­inn sú fisk­teg­und sem skilaði okk­ur næst­mestu út­flutn­ings­verðmæti, aðeins þorsk­ur­inn skilaði meiru. Það er því mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að heild­ar­stjórn ná­ist á mak­ríl­veiðunum og að þær verði sjálf­bær­ar,“ seg­ir Friðrik m.a. í grein sinni sem lesa má í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina