Reynt að finna lausn á makríldeilunni

Frá upphafi fundarins í dag.
Frá upphafi fundarins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Viðræður um lausn mak­ríl­deil­unn­ar og skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans fyr­ir þetta ár hófst á Hót­el Sögu í Reykja­vík í dag. Á fund­in­um eru auk samn­inga­nefnd­ar Íslands full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja.

Síðustu fund­ir um lausn deil­unn­ar fóru fram í Nor­egi í janú­ar og þar áður í des­em­ber á Írlandi en þeir fund­ir skiluðu ekki til­ætluðum ár­angri þar sem of langt var á milli deiluaðila. Nú er ætl­un­in að gera aðra til­raun til þess að reyna að finna lausn.

Í samn­inga­nefnd Íslands eru Tóm­as H. Heiðar, aðal­samn­ingamaður Íslands, Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu, Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, og Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ).

Í sam­tali við mbl.is sagðist Tóm­as ekki geta tjáð sig efn­is­lega um viðræðurn­ar en lét þess hins veg­ar aðspurður getið að gert væri ráð fyr­ir að viðræðurn­ar stæðu alla vik­una og yrði hugs­an­lega ekki lokið fyrr en á föstu­dag. Það yrði ein­fald­lega að koma í ljós.

mbl.is