Makrílviðræðum lokið án árangurs

Frá upphafi makrílfundarins fyrr í vikunni
Frá upphafi makrílfundarins fyrr í vikunni mbl.is/Árni Sæberg

Loka­fundi strand­ríkj­anna fjög­urra, Íslands, ESB, Nor­egs og Fær­eyja, auk Rúss­lands um stjórn mak­ríl­veiða í Norðaust­ur-Atlants­hafi á ár­inu 2012 lauk í dag í Reykja­vík. Ekki náðist sam­komu­lag á fund­in­um.

Á fund­in­um lagði Ísland áherslu á að tryggja sann­gjarn­an hlut Íslend­inga í mak­ríl­veiðunum en sem kunn­ugt er geng­ur stofn­inn í mikl­um mæli í lög­sögu Íslands í fæðuleit, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Tóm­asi Heiðari, aðal­samn­inga­manni Íslands í viðræðum um mak­ríl­veiðar.

Jafn­framt lagði Ísland áherslu á að veiðar á mak­ríl yrðu í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) til þess að tryggja sjálf­bær­ar veiðar. Þegar ljóst varð að sam­komu­lag næðist ekki um skipt­ingu afla­heim­ilda milli aðila lagði Ísland því til að all­ir aðilar drægju hlut­falls­lega jafnt úr veiðum sín­um í ár. Ekki var fall­ist á þá til­lögu, að sögn Tóm­as­ar.

„Af þessu leiðir að aðilarn­ir munu hver um sig ákveða afla­heim­ild­ir sín­ar í ár eins og verið hef­ur und­an­far­in ár. Hlut­ur Íslands hef­ur verið tak­markaður við 16-17% af heild­ar­veiðinni og sam­kvæmt því er gert ráð fyr­ir að afla­heim­ild­in verði um 145.000 tonn á þessu ári. 

Íslend­ing­ar munu áfram leggja áherslu á að ná sam­komu­lagi um stjórn mak­ríl­veiðanna en til þess að svo megi verða þurfa all­ir aðilar að leggja sitt af mörk­um. Gert er ráð fyr­ir að viðræður strand­ríkj­anna hefj­ist á ný næsta haust vegna veiðanna árið 2013,“ seg­ir Tóm­as.

Sam­kvæmt reglu­gerð, sem Jón Bjarna­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, gaf út í lok síðasta árs mega ís­lensk skip geti veitt 145.227 lest­ir af mak­ríl á þessu ári. 

mbl.is