Rætt um stöðu krónunnar á Alþingi

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Tals­vert var rætt um stöðu ís­lensku krón­unn­ar á Alþingi í morg­un í kjöl­far þess að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, vísaði til gagn­rýni Jóns Sig­urðsson­ar, for­stjóra Öss­ur­ar, á krón­una á viðskiptaþingi í gær. Gerði Jó­hanna það í umræðu um fjar­veru henn­ar á viðskiptaþing­inu. Sagði hún að unnið væri að því að koma þeim mál­um í betra horf með um­sókn­inni um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði krón­una hafa bjargað ís­lensku efna­hags­lífi í kjöl­far hruns­ins. Um það væri flest­ir sam­mála um. Það væri óþarfi að tala hana niður ekki síst þar sem eng­inn vissi hvort Ísland ætti eft­ir að ganga í ESB.

Jó­hanna sagðist sam­mála því að krón­an hefði komið sér vel fyr­ir út­flutn­ings­grein­arn­ar en á hinn bóg­inn hefði hún ekki komið sér vel fyr­ir heim­il­in í land­inu og skuld­ara. Þeim mál­um yrði bet­ur fyr­ir komið inn­an ESB.

mbl.is