Hótanir um viðskiptaaðgerðir ekki trúverðugar

Viðræðum um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk …
Viðræðum um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012 lauk í gær án árangurs. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er eng­inn grund­völl­ur fyr­ir beit­ingu viðskiptaaðgerða gegn Íslandi vegna mak­ríl­veiða,“ seg­ir Tóm­as H. Heiðar, aðal­samn­ingamaður Íslands í viðræðum um mak­ríl­veiðar, í sam­tali við mbl.is, spurður um hót­an­ir frá for­ystu­mönn­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um aðgerðir gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­veiða þjóðanna inn­an eig­in lög­sögu en samn­ing­ar hafa ekki náðst um veiðarn­ar við sam­bandið og Norðmenn. Síðast lauk viðræðum um málið í Reykja­vík í gær án niður­stöðu.

Tóm­as seg­ir ljóst að sam­kvæmt EES-samn­ingn­um sé aðilum hans heim­ilt að setja bann við lönd­un er­lendra fiski­skipa á afla úr fiski­stofn­um sem sam­komu­lag sé ekki um stjórn­un á. „Ísland og Nor­eg­ur hafa bæði ákvæði um slíkt bann í sín­um lög­um og við ger­um að sjálf­sögðu ekki at­huga­semd við að ESB setji sams kon­ar bann. Hins veg­ar er ljóst að aðgerðir sem ganga lengra, t.d. viðskipta­tak­mark­an­ir, myndu brjóta í bága við EES-samn­ing­inn, WTO-samn­ing­inn og aðra alþjóðlega viðskipta­samn­inga. Hót­an­ir um slík­ar aðgerðir eru því ekki trú­verðugar,“ seg­ir hann.

Tóm­as seg­ir að Evr­ópu­sam­bandið hafi ýjað að viðskiptaaðgerðum á þeirri for­sendu að nú­ver­andi of­veiði úr mak­ríl­stofn­in­um sé al­farið sök Íslend­inga og Fær­ey­inga. „Sú for­senda er ein­fald­lega röng þar sem all­ir aðilar máls­ins bera ábyrgð á stöðu mála, ekki síst ESB og Nor­eg­ur. Í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að ESB og Nor­eg­ur hafa ákveðið mak­ríl­kvóta sér til handa sem nema sam­tals rúm­lega 90% af þeim heild­arafla sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið, ICES, hef­ur ráðlagt.“

Hann seg­ir að sú ákvörðun, sem feli í sér að minna en 10% eru skil­in eft­ir fyr­ir hina þrjá aðilana, það er Ísland, Fær­eyj­ar og Rúss­land, sé aug­ljós­lega ávís­un á of­veiði úr stofn­in­um og því full­kom­lega óá­byrg.

„Það er því sama hvernig á málið er horft. Það er eng­inn grund­völl­ur fyr­ir því að beita Íslend­inga viðskiptaaðgerðum vegna mak­ríl­veiða sinna. Aðilar eiga að ein­beita sér að því að finna sann­gjarna lausn á mak­ríl­deil­unni sem tek­ur til­lit til lög­mætra hags­muna þeirra allra. Í því felst meðal ann­ars að taka fullt til­lit til hins gjör­breytta göngu­mynst­urs mak­ríl­stofns­ins en sem kunn­ugt er geng­ur hann ár­lega í mjög mikl­um mæli til norðvest­urs í ís­lensku lög­sög­una í fæðuleit og hef­ur um­tals­verð áhrif á líf­ríkið,“ seg­ir Tóm­as enn­frem­ur.

Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í viðræður um makrílveiðar.
Tóm­as H. Heiðar, aðal­samn­ingamaður Íslands í viðræður um mak­ríl­veiðar. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina