Makríldeilan: Aðgerðir nái til allra sjávarafurða

Íslenskt fiskiskip á makrílveiðum. Úr myndasafni.
Íslenskt fiskiskip á makrílveiðum. Úr myndasafni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það mun ekki standa á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins að grípa til harðra aðgerða gegn ríkj­um utan sam­bands­ins sem stunda ósjálf­bær­ar og ábyrgðarlaus­ar veiðar,“ hef­ur frétta­vef­ur­inn Fis­hup­da­te.com eft­ir Pat the Cope Gallag­her, full­trúa á þing­inu, en hon­um hef­ur verið falið af sjáv­ar­út­vegs­nefnd þess að hafa um­sjón með inn­leiðingu slíkra aðgerða vegna mak­ríl­deil­unn­ar við Íslend­inga og Fær­ey­inga.

Um­mæli Gallag­hers féllu áður en fundi um lausn mak­ríl­deil­unn­ar lauk í Reykja­vík í gær án þess að niðurstaða feng­ist um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans fyr­ir þetta ár. Hvatti hann aðila máls­ins til þess að reyna að finna lausn á deil­unni en tók hins veg­ar fram að út­lit væri fyr­ir að viðræðurn­ar um málið yrðu enn eina ferðina ár­ang­urs­laus­ar.

Hann sagðist af þeim sök­um ætla að leggja það til við sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópu­sam­bandsþings­ins þegar hún kæmi sam­an 29. fe­brú­ar næst­kom­andi að gengið yrði lengra en fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hef­ur lagt til í aðgerðum vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Þannig yrðu þær látn­ar ná til alls sjáv­ar­fangs og vara sem fram­leidd­ar væru úr því.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur haft til skoðunar aðgerðir sem miða að því að óheim­ilt verði fyr­ir Íslend­inga og Fær­ey­inga að landa afla úr deili­stofn­um sem ekki gilda samn­ing­ar um svo sem mak­ríl. Gallag­her vill hins veg­ar sam­kvæmt frétt Fis­hup­da­te.com sjá þær aðgerðir ná til alls afla og sjáv­ar­af­urða.

„Það er ein­læg von mín að það þurfi aldrei að grípa til þeirra aðgerða sem lagt hef­ur verið til. Hins veg­ar er ljóst að þær munu leiða til al­var­legra efna­hags­legra af­leiðinga fyr­ir ríki sem spila rúss­neska rúll­ettu með deili­stofn­ana okk­ar,“ sagði Gallag­her.

Pat the Cope Gallagher, fulltrúi á þingi Evrópusambandsins.
Pat the Cope Gallag­her, full­trúi á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina