Ættingjar og vinir bandarísku söngkonunnar Whitney Houston fylgja henni til grafar í Newark í New Jersey í dag. Fjölmiðlar víða um heim sýna beint frá útförinni.
Whitney Houston var 48 ára gömul þegar hún lést á hóteli í Los Angeles fyrir einni viku. Rannsókn á andláti hennar er ekki lokið, en beðið er niðurstöðu eiturefnarannsóknar.