Sýnt beint frá útför Whitney Houston

Whitney Houston með dóttur sinni, Bobbi Kristina Brown.
Whitney Houston með dóttur sinni, Bobbi Kristina Brown. Evan Agostini

Ættingjar og vinir bandarísku söngkonunnar Whitney Houston fylgja henni til grafar í  Newark í New Jersey í dag. Fjölmiðlar víða um heim sýna beint frá útförinni.

Whitney Houston var 48 ára gömul þegar hún lést á hóteli í Los Angeles fyrir einni viku. Rannsókn á andláti hennar er ekki lokið, en beðið er niðurstöðu eiturefnarannsóknar.

Bein útsending BBC frá útförinni

mbl.is