Vilja að dóttir Houston fari í meðferð

Whitney Houston og Bobbi Kristina Brown.
Whitney Houston og Bobbi Kristina Brown. Evan Agostini

Fjölskylda Whitney Houston vill að dóttir söngkonunnar, Bobbi Kristina, fari í meðferð sem allra fyrst en hún hefur átt við vímuefnavandamál að stríða síðastliðin þrjú til fjögur ár.

Þetta kemur fram á slúðursíðunni tmz.com. Þar segir að fjölskyldan vilji að Bobbi Kristina leiti sér hjálpar áður en vandinn eykst. Vitað sé að Houston hafi neytt vímuefna síðustu vikurnar áður en hún lést og vilji fjölskyldan koma í veg fyrir að Bobbi Kristina hljóti sömu örlög og móðir hennar.

Þess verður þó ekki krafist að Bobbi Kristina fari umsvifalaust í meðferð, hún mun fá tíma til að syrgja móður sína.

mbl.is