Whitney Houston var borin til grafar í Fairview-kirkjugarðinum í New Jersey í dag. Áður hafði farið fram stutt minningarathöfn fyrir nánustu vini og fjölskyldu. Aðdáendur söngkonunnar stóðu meðfram veginum frá kirkjunni að kirkjugarðinum og hrópuðu: „Við elskum þig Whitney“.
Houston lést fyrir rúmri viku á hótelherbergi í Beverly Hills, 48 ára gömul. Dánarorsök er enn ókunn.
Houston hvílir við hlið föður síns, John Russell í garðinum en hann lést árið 2003.