Svartfuglafriðun fyrir ESB?

Lundinn er meðal fimm tegunda sem lagt er til að …
Lundinn er meðal fimm tegunda sem lagt er til að friða. mbl.is/Eggert

Starfs­hóp­ur á veg­um um­hverf­is­ráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, vill láta friða fimm teg­und­ir sjó­fugla á þeirri for­sendu að hindra verði of­veiði en sams kon­ar friðun er í gildi í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn á Alþingi til ráðherra vegna máls­ins og óskað eft­ir skrif­legu svari.

Guðlaug­ur Þór spyr í upp­hafi hvenær um­hverf­is­ráðuneytið eða stofn­an­ir þess hafi haft upp­lýs­ing­ar um að ís­lensk lög frá 1994, um vernd, friðun og veiðar á villt­um fugl­um og villt­um spen­dýr­um, væru ósam­rýman­leg fugla­til­skip­un ESB.

„Er þetta allt í fram­haldi af því að nú eru hafn­ar al­vöru­samn­ingaviðræður um ESB og hef­ur VG tekið að sér for­ystu­hlut­verk í um­sókn­ar- og aðlög­un­ar­ferl­inu?“ spyr Guðlaug­ur Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina