Vill umræðu á Alþingi um álit ESB-þingsins

Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur óskað eft­ir því að sér­stök umræða fari fram á Alþingi um stöðu um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og ný­legt álit ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins vegna henn­ar.

Um er að ræða álykt­un frá ut­an­rík­is­mála­nefnd Evr­ópuþings­ins frá því fyrr í þess­um mánuði þar sem þingið lagði meðal ann­ars áherslu á það við ís­lensk stjórn­völd að haldið yrði áfram vinnu við að sam­eina ráðuneyti eins og stefnt hafi verið að. Þá koma enn­frem­ur fram áhyggj­ur af því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir, VG og Sam­fylk­ing­in, séu ekki sam­stiga í af­stöðu sinni til um­sókn­ar­inn­ar og þeir hvatt­ir til þess að móta sér sam­eig­in­lega stefnu gagn­vart mál­inu.

Einnig var kallað eft­ir því að rík­is­stjórn­in „yki und­ir­bún­ingi fyr­ir aðlög­un að lög­gjöf ESB og þá einkum á þeim sviðum sem EES-samn­ing­ur­inn nær ekki til“.

mbl.is