Fulltrúum bænda í ESB-samráðshópi hafnað

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvernig sam­ræm­ist það að verið sé að hafa sam­ráð við hags­muna­sam­tök og al­menn­ing?“ spyr Erna Bjarna­dótt­ir, hag­fræðing­ur Bænda­sam­taka Íslands, en tveim­ur ein­stak­ling­um, sem sam­tök­in til­nefndu í sam­ráðshóp vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, var að henn­ar sögn hafnað.

Fram kem­ur á heimasíðu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að skip­un hóps­ins sé í sam­ræmi við álit meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is sem fylgdi þings­álykt­un­ar­til­lög­unni um að sótt yrði um inn­göngu í ESB „en í því er kveðið á um að aðkoma ís­lenskra hags­munaaðila og fé­laga­sam­taka að ferl­inu verði á sem breiðust­um grunni.“

Erna seg­ir að 15. nóv­em­ber hafi Bænda­sam­tök­un­um borist tölvu­bréf frá for­manni sam­ráðshóps­ins, Sal­vöru Nor­dal, þar sem óskað hafi verið eft­ir því að sam­tök­in til­nefndu tvo ein­stak­linga sem valið yrði úr í hóp­inn sem gert er ráð fyr­ir að tutt­ugu ein­stak­ling­ar myndi.

„Það væri gott að þið nefnduð tvö nöfn sem við get­um valið úr,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu að sögn Ernu og síðar seg­ir að með starfi sam­ráðshóps­ins „verði tryggt að hags­munaaðilar verði virk­ir þátt­tak­end­ur í ferl­inu frá upp­hafi og taki þátt í mót­un á af­stöðu Íslands á hverj­um tíma.“

Vildu fá fólk úr gras­rót­inni

Erna seg­ir að Bænda­sam­tök­in hafi með form­leg­um hætti til­nefnt á stjórn­ar­fundi tvo ein­stak­linga sem full­trúa í sam­ráðshóp­inn, hana sjálfa og Sig­ur­bjart Páls­son, bónda og stjórn­ar­mann í sam­tök­un­um, en þau hafi haldið utan um Evr­ópu­mál­in fyr­ir hönd Bænda­sam­tak­anna.

„Síðan för­um við að grennsl­ast fyr­ir um þessi mál eft­ir ára­mót­in og þá kem­ur í ljós að þau ætla hvor­ugt nafnið að nota,“ seg­ir Erna og spyr hvort það sé eitt­hvað annað en höfn­un. Aðspurð um hvort skýr­ing­ar hafi feng­ist á þessu seg­ir hún að nefnt hafi verið eitt­hvað á þá leið að vilji væri fyr­ir því að fá fólk sem væri meira í gras­rót­inni og ein­hverja aðra en væru þegar í samn­inga­hóp­um.

Erna bend­ir á að Sig­ur­bjart­ur sé bóndi og spyr hvernig hægt sé að kom­ast að þeirri niður­stöðu að hann til­heyri ekki gras­rót­inni. Hún seg­ir að Bænda­sam­tök­in viti síðan til þess að meðal ann­ars hafi verið leitað beint til starfs­manna sam­tak­anna með að taka sæti í sam­ráðshópn­um frá for­manni hans.

„Þetta þykir okk­ur auðvitað al­veg maka­laus fram­koma því það get­ur eng­inn talað fyr­ir hönd Bænda­sam­tak­anna en þeir sem þau til­nefna,“ seg­ir Erna og bend­ir á að slík­ir ein­stak­ling­ar geti ekki tal­ist full­trú­ar hags­munaaðila enda ekki með neitt umboð til þess. Þeir geti þannig í raun aðeins talað fyr­ir eig­in hönd sem ein­stak­ling­ar.

„Hvers vegna var verið að biðja um til­nefn­ing­ar ef það á síðan ekk­ert að gera með þær?“ spyr Erna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina