Fréttaskýring: Viðræðunum ekki lokið fyrir kosningar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Flest bend­ir til þess að viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið verði ekki lokið þegar næstu þing­kosn­ing­ar fara fram í síðasta lagi vorið 2013 en for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa ít­rekað lýst því yfir að þeir von­ist til þess að hægt verði að standa að mál­um með þeim hætti. Staðreynd­in er þó sú að telja verður svo gott sem úti­lokað að viðræðunum verði lokið fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar sé ætl­un­in að halda sig við það inn­göngu­ferli sem Evr­ópu­sam­bandið býður upp á.

Þannig sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra í ræðu á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 29. maí 2011 að ef viðræður við Evr­ópu­sam­bandið gengju vel gæti samn­ing­ur legið fyr­ir um ára­mót­in 2012/​2013. Í Morg­un­blaðinu í gær laug­ar­dag er að sama skapi haft eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, að hann telji að þjóðar­at­kvæði eigi að geta farið fram sam­hliða þing­kosn­ing­um vorið 2013.

Enn­frem­ur er haft eft­ir Stein­grími að hann viti „ekki bet­ur en að það sé enn full­kom­lega raun­hæft að all­ir kafl­arn­ir opn­ist inn­an þessa árs, því miður kannski ekki fyrr en á haust­mánuðum, sum­ir þeirra.“ Þar á Stein­grím­ur við samn­ingskafl­ana í viðræðunum um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sem eru hluti af inn­göngu­ferl­inu, en kafl­arn­ir eru sam­tals 35 og er skipt­ing­in á þeim byggð á upp­bygg­ingu laga­safns sam­bands­ins.

Tak­markaður tími til stefnu

Efn­is­leg­ar viðræður um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hóf­ust 27. júní  síðastliðinn. Á þeim átta mánuðum sem síðan eru liðnir hafa sam­tals 11 samn­ingskafl­ar verið opnaðir og þar af átta verið lokað. Flest­ir þess­ara kafla heyra und­ir samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) að meira eða minna leyti sem Ísland hef­ur verið aðili að frá ár­inu 1994. Fyr­ir vikið hafa viðræður um þá verið til­tölu­lega ein­fald­ar og í sum­um til­fell­um nán­ast forms­atriði.

Flest­ir samn­ingskafl­arn­ir hafa þannig hvorki  verið opnaðir enn né þeim lokað og þar á meðal eru þeir mála­flokk­ar sem gert er ráð fyr­ir að erfiðast verði að semja um og lengst­ur tími muni fara í s.s. sjáv­ar­út­vegs­mál og land­búnaðar­mál. Um fjór­tán mánuðir eru í næstu áætluðu þing­kosn­ing­ar og inn­an þess tíma þarf vænt­an­lega að gera ráð fyr­ir í það minnsta nokkr­um vik­um fyr­ir kjós­end­ur til þess að kynna sér fyr­ir­liggj­andi samn­ing áður en greidd verða um hann at­kvæði í þjóðar­at­kvæði.

Það þýðir að hefja verði viðræður um þá 24 samn­ingskafla sem ekki hafa verið opnaðir og ljúka þeim, auk þeirra þriggja kafla sem opnaðir hafa verið en viðræðum ekki verið lokið um, á næstu u.þ.b. 12 mánuðum í mesta lagi og þar á meðal um erfiðustu mála­flokk­ana.

End­ur­skoðun og samþykkt eft­ir

En það eru fleiri ljón í veg­in­um. Eitt þeirra er að fram hef­ur komið að Evr­ópu­sam­bandið sé ekki reiðubúið að ganga til viðræðna um sjáv­ar­út­vegs­mál og ljúka þeim fyrr en að lok­inni end­ur­skoðun á sam­eig­in­legri sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins sem nú stend­ur yfir. Gert er ráð fyr­ir að sú end­ur­skoðun, og viðræður á milli ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins um hana og þings sam­bands­ins, muni standa fram á síðari hluta þessa árs og að ný stefna taki gildi 1. janú­ar 2013.

Sam­kvæmt því verður vænt­an­lega ekki hægt að hefja viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál fyrr en í fyrsta lagi í haust eða jafn­vel ekki fyrr en í byrj­un næsta árs. Enn síðar ef tíma­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins vegna end­ur­skoðun­ar­inn­ar stenst ekki en alls óvíst er hvort sú verði raun­in. Þá er ljóst að ekki verður gengið frá sjáv­ar­út­vegskafl­an­um nema að ásætt­an­legt sam­komu­lag að mati sam­bands­ins liggi fyr­ir í mak­ríl­deil­unni.

Einnig þarf að hafa í huga að í inn­göngu­ferl­inu er gert ráð fyr­ir því að ekki fari fram þjóðar­at­kvæði hér á landi um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið fyrr en eft­ir að öll ríki sam­bands­ins hafa form­lega samþykkt samn­ing­inn sem og ráðherr­aráð þess og þing (líkt og til dæm­is kem­ur fram á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins) en það ferli gæti tekið nokkra mánuði miðað við reynslu annarra ríkja. Þar á meðal þarf samþykki Hol­lands og Bret­lands sem Íslend­ing­ar hafa deilt við um Ices­a­ve-inni­stæðurn­ar.

Ferlið hef­ur tekið lengri tíma

Við þetta bæt­ist síðan sú staðreynd að inn­göngu­ferli Íslands hef­ur al­mennt tekið mun lengri tíma en for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa gert ráð fyr­ir. Þannig má nefna að í viðtali við Zet­una á mbl.is 20. apríl 2009 sagðist Jó­hanna Sig­urðardótt­ir telja að það tæki um eitt til eitt og hálft ár fyr­ir Ísland að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Í júní á síðasta ári sagðist Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra vona að viðræður um helm­ing samn­ingskafl­anna færu fram á því ári og þar á meðal um erfiðustu kafl­ana. Ljóst er að þetta hef­ur ekki gengið eft­ir.

Í nóv­em­ber 2011 sagði Össur stefnt að því að all­ir samn­ingskafl­arn­ir yrðu opnaðir á meðan Dan­ir færu með for­sætið inn­an sam­bands­ins en þeir tóku við því um síðustu ára­mót. Óvíst er enn hvort það mark­mið ná­ist en for­sæti Dana lýk­ur í lok júní í sum­ar. Af sama til­efni sagðist Össur ekki viss um það hvort það tæk­ist að ljúka viðræðunum fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2013.

Þannig er ljóst af fram­an­sögðu að nær úti­lokað verður að telj­ast, ef ekki hrein­lega úti­lokað, að það tak­ist að ljúka viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu Íslands fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar og halda þjóðar­at­kvæði um hana ef farið verður eft­ir því ferli sem sam­bandið býður upp á og tekið mið af þeim áhersl­um sem það hef­ur lagt til grund­vall­ar í viðræðunum.

mbl.is