Friðrik og Sigurbjörn: ESB og orkulindir

Friðrik Daníelsson
Friðrik Daníelsson

„Breyt­ing­ar á orku­geir­an­um vegna EES-aðild­ar Íslands eru m.a. að skil­in hafa verið að fram­leiðsla og dreif­ing. Með því hef­ur bæst við nýr milliliður og hef­ur það valdið hærri orku­kostnaði", segja Friðrik Daní­els­son og Sig­ur­björn Svavars­son í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Þeir segja að ís­lenska orku­kerfið sé lítið og telja hag­kvæm­ast að hafa fram­leiðslu og dreif­ingu á sömu hendi og sega að ís­lenska orku­kerfið hafi verið eitt það hag­kvæm­asta á heimsvísu fyr­ir daga EES.

„Sam­starfsaðilar Íslend­inga um orkuiðnað vita að ís­lenska hag­kerfið og efna­hags­legt sjálf­stæði Íslands bygg­ist á einka­af­nota­rétti og fullu for­ræði á auðlind­un­um. Fjár­fest­arn­ir hafa hingað til getað samið beint við Íslend­inga um ork­una. Aðild­ar­viðræður við ESB eru túlkaðar sem upp­gjöf þeirr­ar stefnu að stjórn­völd hér hafi óskoraðan yf­ir­ráðarétt yfir auðlind­un­um og sem yf­ir­lýs­ing um að Ísland ætli að gefa frá sér yf­ir­stjórn orku­mála", segja þeir fé­lag­ar m.a. í grein sinni sem lesa má í heild í blaðinu í dag.

Sigurbjörn Svavarsson
Sig­ur­björn Svavars­son
mbl.is