Jóhanna hitti Evrópumálaráðherrann

Jóhanna Sigurðardóttir og Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur.
Jóhanna Sigurðardóttir og Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur.

For­sæt­is­ráðherra tók í dag á móti Nicolai Wammen, Evr­ópu­málaráðherra Dan­merk­ur, í stjórn­ar­ráðshús­inu. Þau ræddu aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og stöðu mála, m.a. á evru­svæðinu.

Dan­ir eru for­mennsku­ríki ESB fram til loka júní á þessu ári og áréttaði Evr­ópu­málaráðherr­ann stuðning Dana við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina