Þarf ekki að bíða eftir fiskveiðistefnunni

mbl.is/Brynjar Gauti

Íslend­ing­ar þurfa ekki að bíða eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið ljúki end­ur­skoðun á fisk­veiðistefnu sinni, áður en hægt er að taka fisk­veiðikafl­ann til skoðunar í aðild­ar­viðræðum.

Þetta kem­ur fram í svari Štef­an Füle, stækk­un­ar­stjóra ESB, til blaðamanns Morg­un­blaðsins. Þegar spurt er hvort það sé raun­hæft að gera ráð fyr­ir því að aðild­ar­viðræðum verði lokið áður en gengið verður til þing­kosn­inga næsta vor, árið 2013, seg­ist Füle ekki vilja áætla fyr­ir­fram hversu lang­an tíma aðild­ar­viðræðurn­ar muni taka. Mik­il­væg­ara sé að horfa á að viðræðurn­ar verði báðum í hag.

Hvað fisk­veiðistefnu ESB varðar seg­ir Füle að aðild­ar­viðræður grund­vall­ist á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Hins veg­ar sé ESB-lög­gjöf í stöðugri þróun og þeir van­ir að taka á því í aðild­ar­viðræðum. Í aðild­ar­viðræðunum verði því að hafa mögu­leg­ar breyt­ing­ar á sam­eig­in­legri fisk­veiðistefnu ESB í huga.

Þegar spurt er hversu löng­um tíma megi gera ráð fyr­ir í lög­fest­ingu nýs aðild­ar­samn­ings hjá ESB-ríkj­un­um þegar aðild­ar­viðræðum hef­ur verið lokið seg­ir Füle erfitt að segja til um það enda sé hvert aðild­ar­ferli ein­stakt. Með vís­an til fyrri reynslu geti ferlið tekið um eitt og hálft til tvö ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: