Flugmenn þýsku orrustuþotnanna hafa verið að undirbúa loftrýmisgæslu með aðflugsæfingum á Keflavíkurflugvelli og varaflugvöllum ásamt annarri þjálfun.
Æfingarnar töfðust aðeins vegna veðurs. Reglulegt eftirlitsflug hefst í dag og stendur út mánuðinn.
Þýski flugherinn er með fjórar F-4F orrustuþotur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins og taka um 150 liðsmenn þátt í verkefninu.