Skortir umræðu um kosti ESB-aðildar

Þinghús ESB í Strasbourg.
Þinghús ESB í Strasbourg. Ljósmynd/JPlogan

Breski Evr­ópuþingmaður­inn Char­les Tannock sagði á Evr­ópuþing­inu í dag að hann teldi að Ísland gæti orðið fyr­ir­mynd­ar Evr­ópu­sam­bands­ríki. Þá sagðist hann vona að ef Ísland gengi í sam­bandið myndi það fá Norðmenn til þess að gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC í dag.

Fram kem­ur í frétt­inni að stækk­un­ar­stjóri ESB, Stef­an Füle, hafi viður­kennt að skipt­ar skoðanir væru um aðild að sam­band­inu á Íslandi en talsmaður Evr­ópuþings­ins í sam­skipt­um við Ísland, Cristian Preda, hafi bætt því við að „ís­lensku þjóðina skorti upp­lýsta umræðu um kosti ESB-aðild­ar.“

Þá seg­ir að sam­kvæmt síðustu skýrslu ESB yfir ár­ang­ur Íslands vegna aðild­ar­viðræðnanna séu eng­ar efna­hags­leg­ar, póli­tísk­ar eða laga­leg­ar hindr­an­ir í vegi þess að Ísland geti orðið hluti af sam­band­inu þó enn sé deilt um mak­ríl­veiðarn­ar.

Álykt­un Evr­ópuþings­ins þar sem lýst var yfir stuðningi við aðild Íslands að ESB var samþykkt í þing­inu í dag með 596 at­kvæðum gegn 52 sam­kvæmt frétt­inni.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina