Refsiaðgerðum gegn Íslandi verði flýtt

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands. Ljósmynd/Anthony Patterson

Samþykkt var á fundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins í gær að flýta vinnu við að koma á refsiaðgerðum gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Þetta hef­ur frétta­vef­ur írska dag­blaðsins Irish Times eft­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, Simon Co­veney, í dag.

Þá er haft eft­ir ráðherr­an­um að deil­an kunni að setja það í upp­nám að hægt verði að hefja viðræður á milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um sjáv­ar­út­vegskafl­ann vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í sam­bandið. Seg­ir hann úti­lokað að hefja raun­hæf­ar viðræður um mála­flokk­inn án þess að deil­an hafi fyrst verið leyst.

Co­veneu vildi ekki ganga svo langt að segja að írsk stjórn­völd ætluðu að koma í veg fyr­ir að viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál­in færu fram. „En þetta er mál sem að mínu mati ger­ir það mjög erfitt fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið að opna sjáv­ar­út­vegskafl­ann í góðri trú á meðan það er svona stórt mál óleyst.“

Fram kem­ur á frétta­vef írska dag­blaðsins Irish Exam­iner í dag að refsiaðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um muni fela í sér bann við inn­flutn­ingi til Evr­ópu­sam­bands­ins á upp­sjáv­ar­fiski eins og mak­ríl og afurðum fram­leidd­um úr hon­um. Sömu­leiðis á inn­flutn­ingi á tækj­um tengd­um sjáv­ar­út­vegi og skip­um.

Þá seg­ir að nú eigi aðeins Evr­ópuþingið eft­ir að samþykkja refsiaðgerðirn­ar og að til­laga þess efn­is verði lögð fram af írska þing­mann­in­um Pat „the Cope“ Gallag­her sem einnig sé formaður sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í sam­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina