„Það gerir engin þjóð með sjálfsvirðingu“

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Þegar svona er komið mál­um er vita­skuld sjálf­stætt til­efni til þess að hætta samn­ingaviðræðum við ESB. Hót­un­in ein næg­ir til þess,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, á heimasíðu sinni í dag um fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­veiða þjóðanna tveggja.

Ein­ar seg­ir að Íslend­ing­ar geti ekki gengið svipu­göng ESB, og seg­ist þar vísa til orðalags Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra, og beðið um aðild að sam­band­inu á sama tíma og það sé „að víg­bú­ast gegn okk­ur með hót­un­um um viðskiptaþving­an­ir. Það ger­ir eng­in þjóð með sjálfs­virðingu.“

Heimasíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina