Viðræðum við ESB ekki lokið fyrir kosningar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Fram kom í máli Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í dag að hann teldi að viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið yrði ekki lokið fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar sem að óbreyttu fara fram vorið 2013.

Össur var þar að svara fyr­ir­spurn frá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem spurði ráðherr­ann að því hvort hann teldi að viðræðurn­ar yrðu hugs­an­lega enn í gangi á fyrstu mánuðum næsta árs þegar kosn­inga­bar­átt­an í aðdrag­anda kosn­ing­anna væri haf­in. Benti Bjarni á að talað hefði verið í byrj­un um að drífa þyrfti um­sókn til Brus­sel sem fyrst á meðan Svía gegndu for­sæti inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Nú væru hins veg­ar liðin þrjú ár síðan.

Össur rifjaði upp þau orð Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra að hún vildi klára viðræðurn­ar á þessu ári en hann sagðist telja að til þess að svo mætti verða yrði að ganga rösk­lega til verks. Sagðist hann sjálf­ur telja ákaf­lega hæpið að það tæk­ist. Sagði hann ástæðu þess einkum að rekja til land­búnaðar- og sja­var­út­vegs­mál­anna.

Ráðherr­ann sagði að vænt­an­lega yrði þá að semja um það á vett­vangi Alþing­is að fresta frek­ari viðræðum á meðan kosn­inga­bar­átt­an færi fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina