Hagsmunir Íslands ekki seldir

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki stend­ur til að selja hags­muni Íslands í mak­ríl­deil­unni við Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn. Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í dag. Lagði hann enn­frem­ur áherslu á að deil­an og um­sókn­in um inn­göngu í sam­bandið væru al­ger­lega aðskil­in mál.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagðist á fund­in­um telja að yf­ir­lýs­ing­ar írskra og breskra ráðamanna um að grípa yrði til viðskiptaþving­ana gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar væru fyrst og fremst hugsaðar til heima­brúks. Í til­felli skoskra for­ystu­manna væri um að ræða inn­legg í kröf­ur þeirra um sjálf­stæði frá Bretlandi. Hug­mynd­in væri að sýna að þeim væri bet­ur treyst­andi fyr­ir þess­um mál­um en ráðamönn­um í London. Hann sagði að í til­felli Írskra ráðamanna væri því fyr­ir að fara hversu mik­il­væg­ur mak­ríll­inn væri fyr­ir þarlent efna­hags­líf.

Stein­grím­ur sagði al­veg ljóst af hálfu ís­lenskra stjórn­valda að slík­ar viðskiptaþving­an­ir væru brot á alþjóðasamn­ing­um sem Ísland og Evr­ópu­sam­bandið væru aðilar að og þar með talið samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Sagði hann að slíkt yrði ekki liðið. Þá væri ekki ásætt­an­legt að verið væri að blanda sam­an óskyld­um mál­um eins og mak­ríl­deil­unni og Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­inni.

Enn­frem­ur yrði ekki liðið ef mak­ríl­deil­an yrði notuð til þess að koma í veg fyr­ir að viðræður gætu haf­ist um sjáv­ar­út­vegs­mál vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið enda legðu ís­lensk stjórn­völd áherslu á að sjáv­ar­út­vegskafli viðræðnanna yrði opnaður sem allra fyrst.

Stein­grím­ur var spurður að því á fund­in­um hvort hann hefði ein­hverj­ar sann­an­ir fyr­ir því að mak­ríl­deil­an væri að tefja fyr­ir viðræðunum um sjáv­ar­út­vegskafl­ann og svaraði hann því til að hann hefði þær ekki. Hins veg­ar kæmi vænt­an­lega í ljós á næstu vik­um hvort deil­an myndi gera það.

Þá var Össur innt­ur eft­ir því hvort hann teldi að það gæti haft ein­hver áhrif á viðræðurn­ar þegar Írar tækju við for­sæt­inu inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um næstu ára­mót og sagði Stein­grím­ur að svo gæti orðið ef yf­ir­lýs­ing­ar írskra ráðamanna væru meira en bara til heima­brúks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina