Samningamaðurinn í makríldeilunni hættur

Tómas H. Heiðar.
Tómas H. Heiðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fram kom í máli Jóns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, á Alþingi í kvöld að Tóm­as H. Heiðar, sem verið hef­ur aðal­samn­ingamaður Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni, hefði verið lát­inn hætta sem slík­ur. Sagðist Jón hafa nokkr­ar áhyggj­ur af þessu enda hefði Tóm­as staðið sig vel bæði í mak­ríl­deil­unni og í hval­veiðimál­um. Beindi Jón þeirri fyr­ir­spurn til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, starf­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hverju þetta sætti.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, brást við um­mæl­um Jóns með því að velta því fyr­ir sér hvort Tóm­as hefði ef til vill verið lát­inn hætta af sömu ástæðu og Jón sjálf­ur hefði verið lát­inn hætta sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Vegna Evr­ópu­mál­anna.

Í sam­tali við mbl.is í kvöld sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að skýr­ing­in á þessu væri sú að samn­ing­ur hefði verið í gildi á milli ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins um lán á Tóm­asi til sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Sá samn­ing­ur hefði runnið út fyr­ir skömmu síðan.

Stein­grím­ur sagði málið ekk­ert tengj­ast mak­ríl­deil­unni sem slíkri eða góðum störf­um Tóm­as­ar. Aðspurður hvort ein­hver hefði verið skipaður í stað Tóm­as­ar sagði Stein­grím­ur að nú væri ákveðið hlé í þess­um mál­um og vænt­an­lega hæf­ust samn­ingaviðræður ekki aft­ur fyrr en næsta haust um mak­ríl­inn þannig að það væri tími til stefnu til þess að ákveða með hvaða hætti þess­um mál­um yrði fyr­ir­komið.

Stein­grím­ur bætti því við að Jón Bjarna­son hefði sem fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra átt að vita af áður­nefnd­um samn­ingi á milli ráðuneyt­annna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina