Hundruð starfa í hættu

(Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA fá yfir sig skvettu á …
(Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA fá yfir sig skvettu á meðan þeir taka trollið inn.) mbl.is/Kristján

„Fyr­ir­tækið kemst strax í vanda og eft­ir tvö til fimm ár verður tví­sýnt um framtíð þess. Fyr­ir­tækið ætti fyr­ir veiðigjald­inu og vöxt­um en gæti hvorki fjár­fest né greitt af skuld­um sín­um að fullu.“

Þetta seg­ir Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Ramma, um áhrif nýju kvótafrum­varp­anna á rekst­ur fé­lags­ins. Stjórn­end­ur og end­ur­skoðandi Ramma hafa heim­fært ný frum­vörp um stjórn fisk­veiða og veiðigjöld á rekst­ur árs­ins 2010 og notað til grund­vall­ar þær töl­ur og aðferðir sem þar koma fram.

Í ít­ar­legri um­fjöll­un um kvótafrum­varpið og viðbrögð við því í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ólaf­ur  aukn­ar byrðar munu setja fjölda starfa í upp­nám. „Hjá fé­lag­inu starfa um 300 manns í þrem byggðarlög­um, Ólafs­firði, Þor­láks­höfn og Sigluf­irði. Kvótafrum­vörp­in ógna starfs­ör­yggi þessa fólks og flestra í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir hann.

Örvar Guðni Arn­ar­son, fjár­mála­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, hef­ur einnig áætlað áhrif­in. Er það mat hans að með fyr­ir­hugaðri hækk­un á veiðigjaldi muni ríkið taka til sín yfir 70% af auðlindar­entu grein­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina