Steingrímur fór rangt með

Tómas H. Heiðar.
Tómas H. Heiðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þarna upp­lýs­ir [ut­an­rík­is­ráðherra]  það að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fór með rangt mál þegar hann sagði samn­ing­inn hafa runnið út,“ sagði Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks, á Alþingi í dag eft­ir að Össur Skarp­héðins­son staðfesti að samn­ingi um aðal­samn­inga­mann Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni hefði verið sagt upp.

Ragn­heiður Elín spurði Össur út í orð Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar sem í sam­tali við mbl.is  sagði að skýr­ing­in á því að Tóm­as H. Heiðar, aðal­samn­ingamaður Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni, væri hætt­ur sem slík­ur, væri sú að samn­ing­ur hefði verið í gildi á milli ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins um lán á Tóm­asi til sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Sá samn­ing­ur hefði runnið út fyr­ir skömmu.

Össur sagði rétt að samn­ing­ur hefði verið á milli ráðuneyt­anna frá því í apríl 2009, um að til­tek­inn hluti starfs­krafta Tóm­as­ar yrði nýtt­ur af hálfu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins. Hins veg­ar hefði komið í ljós að sá hluti vinnu­getu hans var miklu meiri en um var samið, og á stund­um yfir 100% en samið var um 30%. Um væri að ræða eina þjóðréttar­fræðing ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og það þyrfti á kröft­um hans að halda.

Þá sagði Össur að samn­ingn­um hefði verið sagt upp í nóv­em­ber eða des­em­ber og upp­sögn­in tekið gildi 1. fe­brú­ar sl. 

Ragn­heiður Elín sagðist ekki sam­mála þess­ari aðferðafræði, að skipta um hest í miðri á, í deilu sem væri jafn viðkvæm. Össur benti þá á að í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti mætti finna einn reynd­asta samn­inga­mann Íslands þegar kæmi að deil­um um upp­sjáv­ar­fisk­veiðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina