„Yrði hrein eignaupptaka“

Karfi í Grindavík.
Karfi í Grindavík. mbl.is/Ómar

„Rekstr­ar­árið 2011 er hagnaður fyr­ir skatta ná­kvæm­lega sama tala og er áætlað að taka í veiðigjald. Þetta yrði hrein eigna­upp­taka. Stóra hætt­an í þessu er sú að menn fari að líta svo á að þeir eigi enga mögu­leika á að byggja upp eigið fé.“

Þetta seg­ir Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Vís­is í Grinda­vík, í Morg­un­blaðinu í dag um áhrif nýja veiðigjalda­frum­varps­ins.

Í um­fjöll­un um kvótafrum­varpið nýja í Morg­un­blaðinu í dag gagn­rýn­ir hann harðlega hversu hátt veiðigjald á að vera og ekki í neinu sam­hengi við af­kom­una. „Þessi regla bygg­ist á því að um leið og eitt­hvað kem­ur út úr rekstr­in­um er það hirt af rík­inu. All­ur hagnaður sem mun mynd­ast í grein­inni verður tek­inn,“ seg­ir Pét­ur Haf­steinn.

„Ég býð hér með Stein­grími form­lega að koma í heim­sókn til okk­ar hjá Vísi og fara í gegn­um bók­haldið og benda mér á hvar ég á að finna 800 millj­ón­ir á næsta ári til að greiða út úr fyr­ir­tæk­inu. Ef Stein­grím­ur get­ur bent mér á leið til þess býð ég hon­um að setj­ast í stjórn fé­lags­ins.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina