Boðar ríkisstyrki

„Það er mín skoðun að lands­byggðin eigi að reisa sína bar­áttu á þeim grunni að hún eigi rétt á sinni hlut­deild í sam­eig­in­legu afla­fé til þess að henni sé tryggð góð þjón­usta og bú­setu­skil­yrði. Það er nú ein­mitt mein­ing­in að sveit­ar­fé­lög­in... fái hlut­deild í þeim tekj­um sem þetta skil­ar.“

Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um þær aðgerðir sem stjórn­völd hyggj­ast grípa til í því skyni að rétta hlut út­gerða og sjáv­ar­byggða úti á landi sem muni fara verr út úr boðuðum breyt­ing­um á veiðileyf­a­gjald­inu en önn­ur.

Stein­grím­ur hafn­ar því að veiðigjaldið verði svo hátt að það jafn­gildi þjóðnýt­ingu. „Ég vísa því al­gjör­lega á bug. Það má kannski segja að það sé verið að þjóðnýta, þótt það ætti ekki að þurfa, sam­eig­in­lega auðlind þjóðar­inn­ar. Það sem þjóðin á sam­an þarf ekki að þjóðnýta. Þannig að þetta er afar sér­kenni­leg nálg­un og kannski svo­lítið menguð af því hug­ar­fari að til­tekn­ir út­gerðar­menn eða staðir hafi átt í bein­um skiln­ingi hluta af fisk­stofn­un­um í sjón­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina