Ofurskattlagning sligar fyrirtækin

Núpur við bryggju á Patreksfirði.
Núpur við bryggju á Patreksfirði. mbl.is/Helgi

„Ég sé ekki að mörg fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum lifi þessa of­ur­skatt­lagn­ingu af,“ seg­ir Sig­urður Viggós­son, fram­kvæmda­stjóri Odda á Pat­reks­firði. „Þarna er um að ræða næst­um sex­föld­un veiðigjalds frá því sem er á þessu ári og hvorki við í Odda né önn­ur fyr­ir­tæki sem eru skuld­sett eft­ir geng­is­fallið ráðum við slíkt.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að fljót­lega eft­ir páska er ráðgerður fund­ur fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á Vest­fjörðum til að ræða frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjald og fisk­veiðistjórn­un.

„Sjáv­ar­út­veg­ur er lang­mik­il­væg­asta at­vinnu­grein­in á Vest­fjörðum, en af­kom­an hef­ur ekki verið til að hrópa húrra fyr­ir og menn hafa haldið áfram á vilja og þrjósku,“ seg­ir Sig­urður. „Þætt­ir eins og marg­vís­leg aðföng, sam­göng­ur og flutn­ing­ar eru jafn­vel á tvö­földu, þreföldu verði, en ríkið hirðir skatt af öllu sam­an og tal­ar um byggðastefnu. Auðvitað von­ar maður að þegar þing­menn fara að reikna þetta út sjálf­ir átti þeir sig á að þarna er skotið hátt yfir markið."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: