„Það er ESB sem ræður för“

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, velt­ir fyr­ir sér á bloggsíðu sinni hvort mak­ríl-deila muni hrinda ESB-um­sókn út af borðinu eða hvort ís­lensk stjórn­völd „muni bogna und­an kröf­um ESB“.

Jón seg­ir að Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, hafi lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að Evr­ópu­sam­bandið tengi sam­an fram­gang aðild­ar­viðræðna og mak­ríl-deil­una, í sam­tali við Morg­un­blaðið í síðustu viku.

Þá skrif­ar Jón:

„Aðal­samn­ingamaður Íslands  í mak­ríl hef­ur þó verið rek­inn úr því starfi að kröfu ESB sinna í stjórn­sýsl­unni hér­lend­is sem og  í Brus­sel. -  Hann þótti rök­styðja of vel kröf­ur Íslend­inga!!. –Tóm­as H Heiðar  starfaði sem formaður samn­inga­nefnd­ar á ábyrgð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ég,  sem ráðherra treysti hon­um mjög vel.  Ég vissi hins veg­ar hvaða hug ESB sinn­ar báru til hans í þess­um efn­um. 

  - Færður til annarra mik­il­væg­ari starfa  sagði ut­an­rík­is­ráðherra!  Að ósk hvers ? Hvað er mik­il­væg­ara en góðir samn­ing­ar fyr­ir Íslend­inga í mak­ríl?“

Jón skrif­ar einnig að auk­in harka hafi færst í yf­ir­lýs­ing­ar og samþykkt­ir Evr­ópu­sam­bands­ins í mak­ríl-deil­unni við Íslend­inga og Fær­ey­inga.

Og ESB slær tón­inn: lausn mak­ríl­deil­unn­ar verður að byggja á „raun­hæf­um til­lög­um um hlut­falls­lega skipt­ingu veiðanna, byggða á sögu­leg­um rétti strand­ríkj­anna til veiða“.

Að sjálf­sögðu get­um við ekki fall­ist á þessa ein­hliða túlk­un ESB á rétti okk­ar til veiðanna.

Þótt mak­ríll­inn komi nú og í gríðarlegu magni  inn í ís­lenska fisk­veiðilög­sögu og éti býsn á það að þeirra mati ekki að skapa neinn sér­stak­an rétt.“

Jón seg­ir að ljóst sé að ekki verði samið um framtíðar­skipt­ingu mak­ríl­veiða nema Íslend­ing­ar gefi veru­lega eft­ir og spyr í kjöl­farið hvort ESB-um­sókn­in sé þá stopp.

Þótt hörðustu  ESB sinn­arn­ir í rík­is­stjórn og á Alþingi séu jafn­vel reiðubún­ir að gefa eft­ir og ganga langt á hags­muni Íslend­inga til að þókn­ast kröf­um ESB í mak­ríln­um er óvíst hvort þeir hafi til þess meiri­hluta á Alþingi.

Þjóðinni var lofað því að ESB um­sókn­in yrði út­kljáð inn­an þessa kjör­tíma­bils.

Nú þegar er ljóst að ófrá­víkj­an­leg­ar kröf­ur ESB á mörg­um sviðum, ekki aðeins í mak­ríl ganga mun lengra en samn­inga­nefnd­in hef­ur umboð til að semja um.  Það er ESB sem ræður för en ekki Íslend­ing­ar.

Heimasíða Jóns Bjarna­son­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina