Þrýstir á ESB að opna lykilkaflana

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn

„Mér finnst það óþolandi til­hugs­un að samn­ingskafl­arn­ir sem varða stóru grund­vall­ar­hags­muna­mál­in okk­ar verði enn all­ir lokaðir þegar við för­um að sigla inn í kosn­ing­ar.“

Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um þá töf sem virðist ætla að verða á aðild­ar­viðræðunum við ESB vegna mak­ríl­deil­unn­ar. „Við verðum að knýja á um að þeir verði opnaðir þannig að við get­um látið reyna á þá við samn­inga­borðið og séum þá ein­hverju nær um það hvar við stönd­um.“

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag bæt­ir hann því við, að það mun skýr­ast á næstu vik­um hvort frek­ari taf­ir verði á því að sjáv­ar­út­vegskafl­inn opn­ist og af hverju. „Ég held að það sé til­gangs­laust að reyna frek­ari viðræður um mak­ríl­inn áður en þetta veiðitíma­bil hefst. Þannig að það eru vænt­an­lega ekki væn­leg­ar aðstæður til að taka upp þráðinn þar fyrr en með haust­inu,“ seg­ir Stein­grím­ur sem boðar hörku ef ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi verður refsað vegna mak­ríl­deil­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina