„ESB að sýna Íslendingum hver ræður“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sýna Íslend­ing­um hroka með því að ger­ast aðili að „dæma­lausu máli“ Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) gegn Íslandi vegna Ices­a­ve-máls­ins á sama tíma og viðræður um inn­göngu í sam­bandið séu í gangi. Eins og mbl.is hef­ur greint frá hef­ur fram­kvæmda­stjórn­in óskað eft­ir aðild að máls­sókn ESA gegn Íslandi.

„Fram­kvæmda­stjórn­in hefði alls ekki þurft að gera þetta því ein­stök ríki hafa fulla heim­ild til að óska efir aðild að mál­inu til stuðnings kröfu ESA eða til að styðja málstað Íslend­inga. Lík­legt verður að telj­ast að ein af ástæðum þess að ESB fer þessa leið er hræðsla við að eitt­hvert ESB ríki styðji málstað Íslend­inga,“ seg­ir Gunn­ar á heimasíðu sinni í dag.

Hann seg­ir að erfiðara sé fyr­ir ein­stök ríki ESB að taka upp hansk­ann fyr­ir Íslend­inga eft­ir út­spil fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar enda væru þau þá að taka af­stöðu gegn henni. „Þá er aug­ljóst að ESB er að sýna Íslend­ing­um hver það er sem ræður og eyja­skeggj­ar eigi að hafa sig hæga.“

Gunn­ar fer síðan hörðum orðum um Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð vegna máls­ins og spyr hvort flokk­ur­inn „ætli enn og aft­ur að lypp­ast niður fyr­ir fót­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til þess eins að halda von­lausu stjórn­ar­sam­starfi áfram.“

Hann seg­ir eina mögu­leika VG í stöðunni til þess að öðlast ein­hvern trú­verðug­leika „að krefjast þess að viðræðum verði nú þegar hætt. Harðorðar grein­ar eða blogg gagn­ast ekk­ert þegar öll­um er ljóst að VG hef­ur það í hendi sér að segja hingað og ekki lengra.“

Grein Gunn­ars Braga Sveins­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina