Kominn góður efniviður fyrir auknar aflaheimildir

„Nú er kom­inn góður efniviður fyr­ir aukn­ar afla­heim­ild­ir á kom­andi árum,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um já­kvæðar niður­stöður úr vorralli um ástand þorsk­stofns­ins.

Stofn­vísi­tala hef­ur hækkað tals­vert á milli ára, ástand þorsks­ins er gott og vís­bend­ing­ar eru um að ár­gang­ur­inn 2011 verði mjög sterk­ur.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðrik J. An­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, að áform stjórn­valda um að færa afla­heim­ild­ir frá þeim sem tóku á sig skerðing­ar þegar nauðsyn bar til varpi skugga á þess­ar góðu frétt­ir. „Það er bæði sann­gjarnt og eðli­legt að út­gerðir, sjó­menn og fisk­vinnslu­fólk um allt land sem tóku á sig skerðing­ar og það mikla tekjutap sem þeim fylgdi fái einnig að njóta að fullu þess ár­ang­urs sem aðgerðirn­ar skila í formi auk­ins afla­marks,“ seg­ir Friðrik.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: