Fulltúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins mættu ásamt fulltrúum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á fund atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun. Efni fundarins var fiskveiðistjórn og veiðigjöld.
„Það má segja að niðurstaðan af þessum fundi sé sú að það er í rauninni ekki ágreiningur um það að þetta mun koma verst við lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag.
„Að okkar mati er veiðigjaldið alltof íþyngjandi fyrir greinina, það mun draga verulega úr fjárfestingu í greininni, það er alveg ljóst,“ bætir Jón við.