Verst fyrir lítil fyrirtæki

mbl.is/Heiðar

Fulltú­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins mættu ásamt full­trú­um end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is í gær­morg­un. Efni fund­ar­ins var fisk­veiðistjórn og veiðigjöld.

„Það má segja að niðurstaðan af þess­um fundi sé sú að það er í raun­inni ekki ágrein­ing­ur um það að þetta mun koma verst við lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í dag.

„Að okk­ar mati er veiðigjaldið alltof íþyngj­andi fyr­ir grein­ina, það mun draga veru­lega úr fjár­fest­ingu í grein­inni, það er al­veg ljóst,“ bæt­ir Jón við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: