Undirbúa umsagnir um frumvörpin

Gert ráð fyrir að hefja á ný starfsemi kvótaþings í …
Gert ráð fyrir að hefja á ný starfsemi kvótaþings í umsjón Fiskistofu mbl.is/Brynjar Gauti

Breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða og frum­varp um veiðigjöld snerta starf Fiski­stofu á marg­an hátt. Reikna má með fjölg­un starfa hjá stofn­un­inni en þar starfa nú 75 manns.

Starfs­menn Fiski­stofu eru þessa dag­ana að fara yfir frum­vörp­in og verður um­sögn send at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fyr­ir lok næstu viku. Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri seg­ir að einkum sé horft til ým­issa fram­kvæmda­atriða sem muni breyt­ast verði frum­vörp­in að lög­um. Fiski­stofu er áfram ætlað að inn­heimta veiðigjöld, en ýms­ar for­send­ur þeirra breyt­ast sam­kvæmt frum­vörp­un­um.

Þá er gert ráð fyr­ir að hefja á ný starf­semi kvótaþings í um­sjón Fiski­stofu. Sér­stöku gjaldi vegna kvótaþings­ins er ætlað að standa und­ir þeirri starf­semi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: