Milljón á mann í Grímsey

Útgerðarmennirnir og bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir.
Útgerðarmennirnir og bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir. mbl.is/Skapti

Sig­urður Hann­es­son, út­gerðarmaður hjá Sæ­björgu í Gríms­ey, áætl­ar að ef fyr­ir­huguð veiðigjöld nái fram að ganga muni út­gerðir staðar­ins þurfa að greiða um 100 millj­ón­ir króna í veiðigjald.

Sig­urður tek­ur fram að um grófa áætl­un sé að ræða en til sam­an­b­urðar eru íbú­ar Gríms­eyj­ar tæp­lega hundrað og yrði gjaldið því um millj­ón krón­ur á hvern íbúa.

Rætt er við út­gerðar­menn og stýri­mann í Gríms­ey í Morg­un­blaðinu í dag og lýsa þeir all­ir yfir áhyggj­um af áhrif­um kvótafrum­varp­anna á byggðina í Gríms­ey.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina