Yrði mikill skellur fyrir bankana

Prófessor í fiskihagfræði segir fyrirhuguð áform um sérstakt veiðigjald „óðs …
Prófessor í fiskihagfræði segir fyrirhuguð áform um sérstakt veiðigjald „óðs manns æði“ mbl.is/RAX

Banka­kerfið verður fyr­ir veru­leg­um fjár­hags­leg­um skakka­föll­um verði fyr­ir­hugað frum­varp til laga um veiðigjald að lög­um. Ólík­legt verður að telj­ast að sú upp­hæð verði und­ir hundrað millj­örðum króna – en gæti hæg­lega orðið um­tals­vert hærri.

Þetta kem­ur fram í um­sögn Ragn­ars Árna­son­ar, pró­fess­ors í fiski­hag­fræði við Há­skóla Íslands, um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um veiðigjald.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki skulda bönk­um háar upp­hæðir, stóru viðskipta­bönk­un­um að minnsta kosti 250 millj­arða, og í sam­tali við Morg­un­blaðið bend­ir Ragn­ar á að vænt­an­leg­ur af­gang­ur af rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, um 20-40 millj­arðar króna á ári, hafi átt að fara í að end­ur­greiða þessi lán og trygg­ing­in verið virði kvóta.

„Fyr­ir­hugað veiðigjald skil­ur því lítið sem ekk­ert eft­ir af rekstr­araf­gangi í fyr­ir­tækj­un­um og minnk­ar virði kvóta­trygg­ing­ar­inn­ar um 60% – og senni­lega miklu meira. Þar með er stór hluti þess­ara lána tapaður,“ seg­ir Ragn­ar og bæt­ir við að bank­arn­ir verði því sam­kvæmt bók­halds­regl­um að af­skrifa sam­svar­andi upp­hæðir í reikn­ing­um sín­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina