Frumvörpin vond fyrir Eyjafjörð

Svanfríður Jónasdóttir
Svanfríður Jónasdóttir

Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Dal­vík seg­ir frum­vörp til laga um veiðigjöld og stjórn fisk­veiða vond fyr­ir Eyja­fjörð, að því er seg­ir í frétt á vef LÍÚ.

At­vinnuþró­un­ar­fé­lag Eyja­fjarðar hélt fund fyr­ir fullu húsi í Sjall­an­um á Ak­ur­eyri í gær­kvöld, um áhrif laga­frum­varpa um veiðigjöld og stjórn fisk­veiða á svæðið.

„Skemmst er frá því að segja að frum­vörp­in fengu fall­ein­kunn allra þeirra sem til máls tóku á fund­in­um. Meðal frum­mæl­enda á fund­in­um voru Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Dal­vík, Ólaf­ur Marteins­son hjá Ramma, Ólöf Ýr Lár­us­dótt­ur for­stjóri Vélfangs í Fjalla­byggð og Geir Krist­inn Aðal­steins­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar, sem var fund­ar­stjóri.

Svan­fríður Jón­as­dótt­ir sagði út­færsla veiðigjald­anna væri „hrá­slaga­leg" í fyr­ir­liggj­andi frum­vörp­um sem hún sagði „vond fyr­ir Eyja­fjörð". Hún sagði það næsta skref sveita­stjórn­ar­manna á svæðinu að boða til sín alþing­is­menn og full­trúa í at­vinnu­mála­nefnd á fund og greina þeim frá niður­stöðum fund­ar­ins í Sjall­an­um.

„Fólk í héraði hef­ur gríðarleg­ar áhyggj­ur. Óviss­an er al­gjör, mál eru ekki hugsuð til enda, ljós­ir punkt­ar vart finn­an­leg­ir og al­gjör skort­ur á sam­ráði. Lög­gjöf­in er vond fyr­ir Eyja­fjörð," sagði Geir Krist­inn Aðal­steins­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar.

Ólöf Ýr Lár­us­dótt­ir tók svo til orða að mark­miðin virðist hrein­lega vera að „rífa niður og stefna til fortíðar." Ef svo væri stæðu frum­vörp­in fylli­lega und­ir til­gangi sín­um,“ sam­kvæmt frétt á vef LÍÚ.

mbl.is