Danir sitja hjá á makrílfundi

Makríll.
Makríll.

Mak­ríl­deila Íslend­inga og Fær­ey­inga við Evr­ópu­sam­bandið verður rædd á fundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna í næstu viku. Dan­ir ætla að sitja hjá, að því er fram kem­ur á Evr­ópu­vakt­inni.

Munu ráðherr­arn­ir taka af­stöðu til til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um refsiaðgerðir gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Dan­ir ætla að sitja hjá í ráðherr­aráðinu af til­lits­semi við Fær­ey­inga. Danski ráðherr­ann tel­ur að til­lag­an verði samþykkt.

Fram­kvæmda­stjórn ESB und­ir­býr jafn­framt að setja skil­yrði um lausn mak­ríl­deil­unn­ar í til­kynn­ingu til Íslend­inga vegna aðild­ar­viðræðna um sjáv­ar­út­vegs­mál, að því er fram kem­ur á vef Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar.

Á vef vinstri vakt­ar­inn­ar gegn ESB er fjallað um sama mál þar sem fram kem­ur að ESB hafi lengi heimtað að Íslend­ing­ar veiði lítið og helst ekki neitt af mak­ríl sem fyll­ir hér flóa og firði stór­an hluta árs og fitn­ar og dafn­ar með því að ryk­suga allt kvikt sem hann kemst í tæri við.

„Í viðtali við Morg­un­blaðið 10. apríl sl. boðaði Stein­grím­ur „hörku ef ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi verður refsað vegna mak­ríl­deil­unn­ar“.

Katrín Jak­obs­dótt­ur sagði á Alþingi í gær (20/​4): „Það er mín ein­dregna afstaða, og ég held ég deili henni með öll­um... eða flest­um hátt­virt­um þing­mönn­um, að við eig­um að sjálf­sögðu að vera föst fyr­ir þegar kem­ur að okk­ar hags­mun­um og sjáv­ar­út­vegs­mál­in eru auðvitað eitt stærsta hags­muna­mál okk­ar...“ 

Ljóst ætti að vera miðað við fyrr­nefnd­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu­manna VG að aðild­ar­viðræðunum verður sjálf­hætt ef ESB ger­ir al­vöru úr hót­un­um sín­um um lönd­un­ar- og viðskipta­bann á Ísland,“ seg­ir á vinstri­vakt­inni gegn ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina