Byggi til skuldavanda

Verði veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar að lög­um eru all­ar lík­ur á að lán­veit­end­ur muni þrýsta á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­æki að greiða niður skuld­ir á næstu árum um leið og þrengja mun fyr­ir aðgang að láns­fé. Mun upp­taka sér­staka veiðigjalds­ins jafn­framt hafa þær af­leiðing­ar að sum út­gerðarfyr­ir­tæk­in munu ekki ráða við af­borg­an­ir af lán­um.

Á þenn­an veg má draga sam­an eina meg­inniður­stöðuna í um­sögn Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja um áhrif nýju kvótafrum­varp­anna á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Er grein­ing­in rök­studd með því að veiðigjaldið hafi í för með sér að til lengri tíma séu lík­ur á að meðal­fram­legð út­gerðarfyr­ir­tækja verði lægri en 11%.

Slík fram­legð „myndi skapa sjáv­ar­út­vegi mjög erfið rekstr­ar­skil­yrði þar sem sú fram­legð myndi vart nægja til þess að mæta vöxt­um af skuld­um og af­skrift­um af fasta­fjár­mun­um“, seg­ir í um­sögn­inni sem hag­fræðing­ur­inn Yngvi Örn Krist­ins­son er höf­und­ur að.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina