Um tugi milljarða að tefla

Verði sjávarútvegsfrumvörpin að lögum mun það skerða hag Landsbankans til …
Verði sjávarútvegsfrumvörpin að lögum mun það skerða hag Landsbankans til framtíðar. mbl.is/RAX

„Verði sjáv­ar­út­vegs­frum­vörp­in að lög­um sýn­ist okk­ur ljóst að mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki nái ekki að vinna sig út úr þröngri stöðu og standa und­ir skuld­um,“ seg­ir Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, um fyr­ir­sjá­an­leg áhrif nýju kvótafrum­varp­anna á út­lána­stöðu bank­ans.

Fram hef­ur komið að bank­inn áætl­ar að þurfa að af­skrifa um 31 millj­arð króna af bók­færðu virði lána verði frum­varpið um veiðigjöld samþykkt í óbreyttri mynd. Steinþór seg­ir að fjár­hæðin upp á 31 millj­arð sé nett­ótal­an sem muni koma sem högg á rekst­ur og eigið fé bank­ans en til viðbót­ar muni háar fjár­hæðir af­skrif­ast, fjár­hæðir sem færðar hafa verið til varúðar til að mæta óvissu hjá skuld­sett­um lán­tak­end­um.

„Von­ir stóðu til að þær varúðarfærsl­ur gætu lækkað með tíð og tíma og virðis­aukn­ing lána þannig komið til, meðal ann­ars í fram­haldi af fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja og með stækk­andi fiski­stofn­um,“ seg­ir Steinþór í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag, og bæt­ir því við að þess­ar varúðarfærsl­ur muni einnig tap­ast verði frum­vörp­in að lög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: