Strandveiðum verði hætt

Gylfi Arnbjörnsson segir enga nýliðun fólgna í því að fá …
Gylfi Arnbjörnsson segir enga nýliðun fólgna í því að fá að veiða einhverja fáa daga á ári. mbl.is/Kristinn

Alþýðusam­band Íslands (ASÍ) legg­ur til að strand­veiðar í nú­ver­andi mynd verði lagðar af og að þeim afla­heim­ild­um sem hafa farið í strand­veiðipott­inn verði ráðstafað í gegn­um kvótaþing.

Þetta kem­ur fram í um­sögn ASÍ um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um stjórn fisk­veiða og um frum­varp til laga um veiðigjöld.

„Helstu veik­leik­ar frum­varp­anna eru að verið er að veikja rekstr­ar­grunn grein­ar­inn­ar,“ seg­ir í um­sögn­inni. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagði sam­bandið telja mikla breyt­ingu fel­ast í því að færa veiðiheim­ild­ir frá þeim geira út­gerðar og fisk­vinnslu sem býður upp á var­an­leg störf við sjó­mennsku og fisk­verk­un. Með því að setja meira í flokk 2 séu tíma­bund­in störf sett fram­ar hinum var­an­legu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina