Einhliða upptaka veikasti kosturinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur að besti kost­ur­inn fyr­ir Íslend­inga í gjald­miðils­mál­um sé að hafa gjald­miðil sem taki mið af efna­hags­leg­um veru­leika á Íslandi. Það væri að hans mati ís­lenska krón­an. Tek­ist hefði á und­an­förn­um ára­tug­um að byggja upp ein­hver bestu lífs­kjör sem þekkt­ust með hana að vopni.

Hann sagðist vera reiðubú­inn að skoða alla mögu­leika í þeim efn­um en sagðist þó telja að veik­asti kost­ur­inn væri ein­hliða upp­taka ann­ars gjald­miðils. Gjald­miðlar annarra þjóða tækju ekki mið af efna­hags­ástand­inu á Íslandi hverju sinni.

Hins veg­ar væri ljóst að sama hvaða leið Íslend­ing­ar kysu að fara í gjald­miðils­mál­um yrði að koma á aga hér heima fyr­ir. Það yrði að eiga fyr­ir út­gjöld­un­um, reka aðhalds­sama rík­is­fjár­mála­stefnu og leggja þyrfti áherslu á verðmæta­sköp­un.

mbl.is