Reglugerð brýtur gegn alþjóðalögum

Á fundi sam­eig­in­legu EES nefnd­ar­inn­ar í dag var lögð fram yf­ir­lýs­ing Íslands vegna fyr­ir­liggj­andi til­lögu ESB um reglu­gerðar­heim­ild til að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkj­um sem stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar. Í yf­ir­lýs­ingu Íslands er ít­rekað að efni fyr­ir­hugaðrar reglu­gerðar brjóti í bága við alþjóðalög þar á meðal EES-samn­ing­inn.  Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Evr­ópuþingið hef­ur verið með til um­fjöll­un­ar til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar um reglu­gerð sem heim­ili ESB að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkj­um sem stundi ósjálf­bær­ar fisk­veiðar að þess mati.

„Í meðför­um þings­ins hef­ur ákvæðum til­lög­unn­ar verið breytt þannig að þau ganga í ber­högg við EES samn­ing­inn. Íslensk stjórn­völd hafa ít­rekað lýst yfir áhyggj­um vegna þess­ara breyt­inga­til­lagna og komið á fram­færi mót­mæl­um bæði munn­lega og skrif­lega við sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópuþings­ins, fram­kvæmda­stjórn ESB og við aðild­ar­ríki þess.

Í yf­ir­lýs­ing­unni beina ís­lensk stjórn­völd því til Evr­ópu­sam­bands­ins að það virði í hví­vetna alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar við ákv­arðanir og beit­ingu viðskiptaaðgerða af þessu tagi. Sér­stak­lega er vísað til ákvæða bók­un­ar 9 í EES samn­ingn­um sem banna all­ar viðskiptaaðgerðir sem ganga lengra en lönd­un­ar­bann á fiski úr sam­eig­in­leg­um stofn­um og sem sem deil­ur standa um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina