Samningsafstaða Íslands í tveimur köflum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Reuters

Samn­ingsafstaða Íslands varðandi tvo kafla í viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið hef­ur verið send fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Um er að ræða ann­ars veg­ar kafl­ann um flutn­inga­starf­semi og frjálsa vöru­flutn­inga hins veg­ar. Fram kem­ur að bú­ist sé við að viðræður um kafl­ana hefj­ist síðar á þessu ári en þeir heyra báðir und­ir samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Ísland er aðili að.

Vegna kafl­ans um frjálsa vöru­flutn­inga legg­ur Ísland áherslu á að viðhalda regl­um varðandi há­marks­gildi kadmíums í áburði sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. Þá leit­ar Ísland enn­frem­ur eft­ir því að „opna fyr­ir sam­starf við önn­ur ríki um markaðsleyfi fyr­ir lyf og fá und­anþágu frá tungu­mála­kröf­um vegna fylgiseðla til að auðvelda aðgengi að lyfj­um sem notuð eru í litlu magni“.

Varðandi kafl­ann um flutn­inga­starf­semi koma meðal ann­ars fram ósk­ir Íslands um að tekið verði til­lit til sér­stakra aðstæðna í flugrekstr­ar­um­hverfi lands­ins ásamt því að fá að halda aðlög­un vegna fjár­mögn­un­ar­samn­ings­ins um flug­ferðaþjón­ustu á Norður-Atlants­hafi. „Einnig er óskað eft­ir heim­ild­um til að styrkja inn­an­lands­flug, að Ísland þurfi ekki að fram­kvæma til­skip­un um sum­ar­tím­ann, og farið er fram á af­markaðar sér­lausn­ir vegna akst­urs- og hvíld­ar­tíma öku­manna.“

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Ísland hafi þegar samið, eða sé í samn­ingaviðræðum, um of­an­greind atriði á vett­vangi EES en um þau þurfi eft­ir sem áður að semja sér­stak­lega í aðild­ar­viðræðunum.

mbl.is