Kvótafrumvörp í endurmat

Kristján Möller.
Kristján Möller. mbl.is/Friðrik

„Oft og tíðum fáum við góðar til­lög­ur frá um­sagnaraðilum. Það á við sjáv­ar­út­vegs­frum­vörp­in eins og hver önn­ur frum­vörp. Við þiggj­um all­ar þær ábend­ing­ar sem koma fram og lög­um okk­ur auðvitað að þeim.“

Þetta seg­ir Kristján Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, en hann úti­lok­ar ekki end­ur­skoðun á frum­vörp­un­um á næstu vik­um.

Mik­ill fjöldi um­sagna hef­ur borist nefnd­inni og seg­ir Kristján að til þeirra verði „að sjálf­sögðu“ horft þegar farið verður yfir frum­vörp­in.

„Ég leyfi mér að halda því fram að ég hafi aldrei samþykkt frum­varp og gert það að lög­um sem ekki tók breyt­ing­um í meðför­um Alþing­is. Til þess er þessi fer­ill all­ur. Hér á við það fornkveðna: Bet­ur sjá augu en auga.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: